Þann 15.maí árið 2013 gengu í gildi samningar milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands um því sem næst fulla endurgreiðslu til tannlækninga barna á Íslandi. Fyrir þann tíma var endurgreiðslan mjög takmörkuð og foreldrar/forráðamenn stóðu að mestu leyti straum af tannlæknakostnaði barna sinna. Frá því að samningarnir tóku gildi hafa ákveðnir aldurshópar barna smám saman verið teknir inn í endurgreiðslukerfið og frá og með 1.janúar 2018, munu allir aldurshópar barna frá 0-18 ára heyra undir þetta kerfi.

Til að barn fái endurgreiðslur samkvæmt samningi þessum skal barnið vera skráð hjá heimilistannlækni, og þá munu Sjúkratryggingar Íslands greiða tannlækningar barnsins að fullu, að undanskyldu 2.500 kr árlegu komugjaldi. Þó skal athuga að þurfi barnið einhverra hluta vegna meiri þjónustu en takmarkanir samningsins segja til um gæti komið til þess að foreldrar þurfi að greiða það sem út af stendur. Foreldrar geta sjálfir skráð börn sín hjá heimilistannlækni, en einnig getur aðstoðarfólk okkar skráð barnið þegar það kemur í sína fyrstu tannlæknaheimsókn. Nánari upplýsingar um greiðsluþátttöku SÍ og skráningu barna hjá heimilistannlækni má nálgast á heimasíðu SÍ (sjukra.is).

+354 561 3130

puti@puti.is

Vesturhús Glæsibæ
Álfheimar 74
104 Reykjavík

Mán–Fim 8:00–16:00
Fös- 8:00 – 14:00