Í neyð

Komi upp neyðarástand utan hefðbundins opnunartíma stofunnar heldur Tannlæknastofan í Glæsibæ úti neyðarþjónustu fyrir alla fullorðna sjúklinga stofunnar og öll börn landsins. Neyðartilfelli geta sem dæmi verið tannáverkar af völdum óhappa eða slysa eða verkir í tönnum af völdum tannskemmda eða annars ástands í munni.

 

Tannáverkar

Upplýsingar um fyrstu hjálp eftir tannáverka má finna undir flipanum „Fyrir foreldra“ – „Tannáverkar“. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvort um barna-eða fullorðinstennur sé að ræða og velja réttan flipa eftir því sem við á.

 

Tannverkir

Tannverkir geta verið afleiðing ýmiss konar ástands í munni og þurfa ekki endilega að vera vegna sjúklegs ástands. Rétt er að leita til tannlæknis verði tannverkir það miklir að þeir hamli viðkomandi einstaklingi í sínu daglega lífi.

 

Neyðarsími Tannlæknstofunnar í Glæsibæ er: 789-2600