• Þórunn Guðmundsdóttir
  Þórunn Guðmundsdóttir Framkvæmdarstjóri / Tanntæknir

  Þórunn lauk sveinsprófi í háriðn árið 1997 en hóf síðar nám við Tanntæknideild Fjölbrautarskólans við Ármúla og útskrifaðist þaðan árið 2008.
  Frá árinu 1997 – 1998 starfaði Þórunn á hárgreiðslustofu á Selfossi en tók sér frí í nokkur ár og sinnti ört stækkandi fjölskyldu. Að loknu tanntækninámi árið 2008 hóf hún störf hjá Sigurði Rúnari Sæmundssyni sérfræðingi í barnatannlækningum. Hún tók sér frí frá tannlæknageiranum árið 2010 og tók við rekstri veitingastaðarins Kaffi Krús á Selfossi. Þórunn hóf aftur störf við Tannlæknastofuna í Glæsibæ árið 2012 og hefur verið framkvæmdarstjóri og meðeigandi stofunnar frá árinu 2015. Þórunn er tvíburi en systir hennar, Margrét, starfar einnig á sömu stofu í Glæsibæ. Farið því varlega – það er auðvelt að ruglast á þeim.

 • Vilhelm Grétar Ólafsson
  Vilhelm Grétar Ólafsson Sérfræðingur í tannfyllingum og tannjúkdómafræði
  Vilhelm Grétar Ólafsson útskrifaðist með kandidatspróf frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2007. Á árunum 2007-2012 starfaði hann sem almennur tannlæknir á tannlæknastofum i Reykjavík, á Akureyri og Akranesi. Vilhelm fluttist til Chapel Hill í Norður-Karolínufylki í Bandaríkjunum árið 2012 til að leggja stund á sérfræðinám í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við University of North Carolina at Chapel Hill (UNC). Því námi lauk hann með Meistaragráðu (MSc) og Klínískri Sérfræðigráðu (Clinical Certificate) árið 2015. Sama ár fluttist hann heim aftur til Íslands og tók við stöðu Lektors í Tannfyllingum og Tannsjúkdómafræði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, en hann hefur auk þess stöðu gestalektors við tannviðgerðasvið University of North Carolina at Chapel Hill. Vilhelm er virkur í rannsóknarstarfi og hefur í samstarfi við aðra vísindamenn birt fjölda faggreina í innlendum og erlendum fagtímaritum, leiðbeint meistaranemum bæði við Háskóla Íslands og við UNC og verið mjög virkur í fyrirlestra- og námskeiðshaldi fyrir tannlækna bæði á innlendri og erlendri grundu.
  Vilhelm gekk til liðs við Tannlæknastofuna í Glæsibæ sem meiðeigandi og sérfræðingur árið 2018. Hann sinnir ýmsum sérverkefnum eftir tilvísunum svo sem meðhöndlun á erfiðum tannvandamálum vegna undirliggjandi sjúkdóma, meðhöndlun á skjólstæðingum í svæfingu, meðhöndlun á glerungseyðingu og tannasliti auk fegrunartannlækninga. Hann sinnir auk þessa almennum tannlækningum skjólstæðinga á öllum aldri.
 • Sigurður Rúnar Sæmundsson
  Sigurður Rúnar Sæmundsson Barnasérfræðingur

  Sigurður Rúnar lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1986. Á árunum 1986-1991 starfaði hann sem almennur tannlæknir á Tannlæknastofum í Reykjavík, í Skólatannlækningum Reykjavíkurborgar og á Tannlæknastofu sinni á Vopnafirði. Sigurður Rúnar bjó í Chapel Hill í Norðurkarólínufylki í Bandaríkjunum á árunum 1991-1996 og stundaði þar nám við University of North Carolina (UNC). Árið 1992 hlaut hann MPH-gráðu (Master of Public Health) frá UNC Gillings School of Public Health og árið 1996 hlaut hann lokagráðu í barnatannlækningum frá UNC Tannlæknaháskólanum og Doktorsgráðu (PhD) í Faraldsfræði (Epidemiology) frá UNC School of Public Health.

  Árið 1996 hélt Sigurður Rúnar heim til Íslands og stofnaði barnatannlækningastofu í Einholti í Reykjavík, sem varð forveri Tannlæknastofunnar í Glæsibæ. Nokkru síðar hóf Sigurður Rúnar störf við Tannlæknadeild Háskóla Íslands þar sem hann stýrði barnatannlækninganámi ásamt því að kenna faraldsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur leiðbeint fjölda af Meistara- og Doktorsnemum og hefur birt í samstarfi við aðra vísindamenn margar faggreinar í innlendum og erlendum fagtímaritum. Árið 2016 tók Sigurður Rúnar við prófessorsstöðu við Háskólann í Norður Karólínu í Chapel Hill, þar sem hann stundaði nám áður. Hann stýrir þar sérnámi í barnatannlækningum. Sigurður Rúnar heldur sterkum tengslum tið Tannlæknastofuna í Glæsibæ og sinnir stefnumótandi hlutverki þar á meðan hann býr í Chapel Hill, USA.

 • Sigrún Þóra Gunnarsdóttir
  Sigrún Þóra Gunnarsdóttir Aðstoð

  Sigrún Þóra (Sissa) hefur yfir áratuga reynslu sem leiðbeinandi og stuðningsaðili í sérkennslu á grunnskólastigi fyrir börn með sérþarfir. Sissa vann einnig sem starfsmaður á leikskóla í nokkur misseri.

  Sissa hóf störf á Tannlæknastofunni í Glæsibæ í janúar 2015 sem aðstoðarmaður tannlækna.

 • Sigríður Gestsdóttir
  Sigríður Gestsdóttir Tanntæknir

  Sigga hefur unnið sem tanntæknir frá árinu 1980 og síðustu 15 árin við sérhæfðar barnatannlækningar.

 • Sigríður Árnadóttir
  Sigríður Árnadóttir Tanntæknir

  Sigríður lauk tanntækna námi auk stúdentsprófs frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla í maí 2018 og hóf störf hjá Tannlæknastofuni í Glæsibæ strax að námi loknu.

  Sigríður hefur mikin áhuga á íþróttum og hefur æft badminton frá barnsárum. Sigríður hefur æft með meistaraflokki frá 16 ára aldri og spilar fyrir A-landslið Íslands.

 • Selma Ólafsdóttir
  Selma Ólafsdóttir Tanntæknir

  Selma útskrifaðist sem Tanntæknir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla í maí 2018.

  Áður starfaði hún sem leiðbeinandi á leikskóla, en samhliða náminu og enn þann dag í dag starfar hún einnig með börnum með sérþarfir.

 • Rakel Ósk Þrastardóttir
  Rakel Ósk Þrastardóttir Tannlæknir

  Rakel Ósk lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands (THÍ) árið 2017. Hún hefur starfað sem almennur tannlæknir á Tannlæknastofunni í Glæsibæ síðan þá. Rakel Ósk stefnir á sérmenntun í barnatannlækningum og hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands í því fagi. Rakel Ósk hlakkar til að taka á móti öllum þeim einstaklingum, fullorðnum og börnum, sem til hennar leita.

 • Nanna Hákonardóttir
  Nanna Hákonardóttir Leikskólakennari / Aðstoð

  Nanna lauk Leikskólakennaranámi árið 1994, frá Fósturskóla Íslands. Hún vann sem leikskólakennari á leikskólanum Fagrahvammi á Dalvík í nokkur ár þar sem hún gegndi m.a. stöðu leikskólastjóra og seinna á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Árið 2007 söðlaði Nanna um og hóf störf á barnatannlæknastofu Sigurðar Rúnars sem þá var í Einholti. Árið 2008 fluttist hún með stofunni í Glæsibæ og hefur starfað þar síðan sem aðstoðarmaður tannlæknis.

 • Margrét Guðmundsdóttir
  Margrét Guðmundsdóttir Tanntæknir

  Margrét Guðmundsdóttir er tanntæknir og fótaagerðafræðingur að mennt. Hún lærði fótaaðgerðafræði í Kristiansand í Noregi árið 1999-2000 og opnaði fótaaðgerðastofu á Selfossi árið 2000. Stofuna rak hún í 11 ár. Árið 2013 útskrifaðist hún sem tanntæknir frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Að námi loknu hóf hún störf hjá tannlæknastofunni Lífsteini og vann þar til ársins 2015 þegar hún flutti sig yfir á tannlæknastofuna í Glæsibæ. Margréti líkar vel að vinna með börnum, því þá er allaf líf og fjör.

 • Magnús J. Kristinsson
  Magnús J. Kristinsson Barnasérfræðingur

  Magnús lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1976. Magnús fór til Bergen í Noregi  og stundaði þar framhaldsnám í barnatannlækningum árið 1981-1984. Hann hlaut sérfræðingsviðurkenningu í barnatannlækningum árið 1987. Árið 1984 lauk Magnús einnig framhaldsnámi í tannvegssjúkdómum (perio) frá Bergen. Magnús starfaði sem skólatannlæknir og stundakennari áður, en fyrst og fremst sem barnatannlæknir í Reykjavík frá því námi lauk.

 • Lára Hólm Heimisdóttir
  Lára Hólm Heimisdóttir Tannlæknir

  Lára Hólm lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2015. Hún hóf störf sem almennur tannlæknir á tannlæknastofunni í Glæsibæ í febrúar 2017. Lára Hólm stefnir á framhaldsnám í barnatannlækningum. Auk tannlæknastarfsins hefur hún starfað sem stundakennari í barnatannlækningum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Hún býður alla hjartanlega velkomna til sín á tannlæknastofuna.

  Lára Hólm er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur mikinn áhuga á öllum íþróttum.

 • Kolbrún Edda Haraldsdóttir
  Kolbrún Edda Haraldsdóttir Tannlæknir

  Kolbrún lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskólans Íslands árið 2017. Hún hóf störf sem almennur tanlæknir á Tannlæknastofunni Glæsibæ í ágúst 2018.

  Kolbrún hefur mikinn áhuga á útlitstannlækningum. Hún er Hafnfirðingur og hefur mjög gaman af því að teikna og mála myndir í fritíma sínum. Kolbrún tekur vel á móti öllum þeim sem til hennar leita.

 • Kamila Bucholz
  Kamila Bucholz Aðstoð

  Kamila lauk námi í nuddi frá Háskólanum í Póllandi 2007. Námi í íþróttaviðburðarstjórnun frá Gdansk Higher School of Humanities 2013. Kamila flutti til Íslands 2014 og hóf þá störf á Handlækningastöðinni í Glæsibæ. Í október 2015 flutti Kamila sig svo yfir á Tannlæknastofuna í Glæsibæ og starfar sem aðstoðarmaður tannlæknis í dag. Kamila talar bæði íslensku og pólsku og hefur það verið stofunni ómetanlegt að hafa hana til að túlka fyrir okkur.

 • Íris Þórsdóttir
  Íris Þórsdóttir Tannlæknir

  Íris lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands (THÍ) árið 2015 og hóf störf á Tannlæknastofunni í Glæsibæ í apríl 2018 og tekur þar vel á móti börnum og fullorðnum.

  Íris er að bæta við sig meistaragráðu við THÍ meðfram vinnu og stefnir á útskrift í lok árs 2019. Hún hefur einnig verið virk í félagsstarfi Tannlæknafélagsins og situr nú í nefnd Ársþings og endurmenntunar.

  Íris situr sjaldan auðum höndum og er umsjónarkennari bitfræði við Tannlæknadeild HÍ ásamt því að hafa starfað sem stundakennari klínískra nema í tannfyllingu og munn- og tanngervalækningum.

  Síðan Íris útskrifaðist hefur hún stundað virka endurmenntun, þá helst í tengslum við krónu- og brúargerð og implantaísetningar og setið virt námskeið á því sviði hérlendis og erlendis. Einnig hefur hún gaman að framtannafyllingum og útlitstannlækningum og finnst æðislegt að fá til sín börn.

  Íris elskar starfið sitt og þá helst fjölbreytileikann sem hver dagur hefur upp á að bjóða.

 • Hrafnhildur Eik Skúladóttir
  Hrafnhildur Eik Skúladóttir Tannlæknir

  Hrafnhildur Eik lauk námi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2011 (THÍ). Hún hefur starfað sem almennur tannlæknir á Tannlæknastofunni í Glæsibæ frá útskrift og hefur einnig stundað virka endurmenntun. Hrafnhildur Eik hefur sinnt sjúklingum á öllum aldri, þar á meðal eru börn stór hluti af hennar sjúklingahópi. Hrafnhildur tekur ávalt vel á móti öllum.

 • Hólmfríður Kristín Sigurðardóttir
  Hólmfríður Kristín Sigurðardóttir Afgreiðsla

  Hólmfríður lauk viðskiptanámi frá Skrifstofu og ritaraskólanum 1991. Rekstarnám frá Rafiðnarskóla Ísland 1999 og eins annar námi í upplýsinga og stjórnsýslulögum frá HÍ 2004.

  Hólmfríður starfaði sem reskstrarstjóri hjá Ísbúðunum Dairy Queen frá 1991-1999. Sem leiðbeinandi á leikskóla frá 1999-2002. Og sem fulltrúi bæjarlögmanns á lögfræðideild Kópavogsbæjar frá 2002 til 2016. Hólmfríður hóf störf hjá Tannlæknastofunni Í Glæsibæ í september 2016.

 • Hjalti Þórðarson
  Hjalti Þórðarson Tannlæknir

  Hjalti lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2018. Hann hóf störf á Tannlæknastofunni í Glæsibæ í Apríl 2018. Helstu áhugamál Hjalta eru eldamennska og veiði. Hjalti tekur vel á móti öllum sem til hans leita.

 • Eva Guðrún Sveinsdóttir
  Eva Guðrún Sveinsdóttir Barnasérfræðingur

  Eva Guðrún lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands  (THÍ) árið 2009. Á árunum 2009-2012 starfaði hún sem almennur tannlæknir á Tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar í Vestmannaeyjum og á Tannlæknastofunni í Glæsibæ, þar sem hún fékk mikla og góða þjálfun við meðhöndlun barna. Það var snemma á vinnuferlinum sem Eva ákvað að sérmennta sig í barnatannlækningum og sumarið 2012 fluttist hún með fjölskyldu sína til Oslóar til að uppfylla þá drauma sína. Sérnám í barnatannlækningum spannar 3 ár og lauk Eva því námi frá Háskólanum í Osló vorið 2015. Skömmu síðar gekk hún á ný til liðs við Tannlæknastofuna í Glæsibæ, þar sem hún hóf störf sem sérfræðingur og meðeigandi stofunnar, ásamt því að taka við kennslu í barnatannlækningum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.  Í upphafi árs 2017 bætti Eva við sig meistargráðu frá Háskóla Íslands, en auk þessa hefur hún skrifað faggreinar í innlend og erlend tímarit í tannlækningum. Eva hefur unun af því að starfa með börn og hlakkar til að taka á móti öllum þeim börnum, foreldrum og einnig fullorðnum einstaklingum með sérþarfir sem til hennar leita.

 • Arna Dís Ólafsdóttir
  Arna Dís Ólafsdóttir

  Arna Dís útskrifaðist af starfsbraut FB vorið 2018.  Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum og þá sérstaklega handbolta og fótbolta. Hún er að æfa nútímafimleika með Öspinni. Einnig æfði hún sund í mörg ár.

 • Ármann Hannesson
  Ármann Hannesson Tannlæknir

  Ármann lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskólans Íslands árið 2017. Hann hóf störf sem almennur tannlæknir á Tannlæknastofunni  Glæsibæ í Febrúar 2018.

  Ármann ​tekur á móti öllum þeim einstaklingum sem til hans leita.​

 • Anna Guðrún Stefánsdóttir
  Anna Guðrún Stefánsdóttir Tanntæknir

  Anna Guðrún hefur unnið á tannlæknastofunni síðan árið 2001, en þá var stofan í Einholti. Áður starfaði hún í nokkur ár á tannlæknastofu Gísla Viihjálmssonar sérfræðingi í tannréttingum. Hún útskrifaðist sem tanntæknir 1993, en er einnig sjúkraliði og vann á Landspítala, Borgarspítala og á Sjúkrahúsi Suðurlands áður en hún hóf að starfa á tannlæknastofum. Anna Guðrún er með stúdentspróf af heilbrigðissviði, en hefur bætt við sig þekkingu á öðrum sviðum, svo sem skrifstofubraut, bókaranámi og einnig í fjármálum og rekstri. Auk þess að hafa áhuga á að bæta tannheilsu barna og fullorðinna, eru áhugamálin meðal annars golf og dans.

+354 561 3130

hlyja@hlyja.is

Vesturhús Glæsibæ
Álfheimar 74
104 Reykjavík

Mán–Fim 8:00–16:00
Fös- 8:00 – 14:00