In Fréttir

Tannlæknar Glæsibæjar komu víða við á Ársþingi Tannlæknafélags Íslands, sem haldið var um síðustu helgi í Hörpu. Á myndinni má sjá fjóra af sex meðlimum Ársþings-og endurmenntunarnefndar félagsins, sem allir koma úr röðum Glæsibæjarliða. Vilhelm Grétar hélt fyrirlestur fyrir tanntækna um glerungseyðingu og er jafnframt formaður nefndarinnar, ásamt Evu Guðrúnu. Erna Rún hélt fyrirlestur fyrir tanntækna um sóttvarnir á tannlæknastofum. Eva Guðrún hélt fyrirlestur fyrir tannlækna um vanrækslu, ofbeldi og misnotkun gegn börnum – hlutverk tannlækna, en hún var jafnframt kynnir tanntæknahluta þingsins ásamt Vilhelm. Íris tók síðan að sér að kynna tannlæknaþingið í heild sinni. Margar góðar hendur vinna létt og skemmtilegt verk 🙂