Tannlæknastofan í Glæsibæ ehf.

Tannlæknastofa

kt: 650996-2599

Tannlæknastofan í Glæsibæ býður upp á tannlækningar fyrir alla aldurshópa. Okkar markmið er að gera tannlæknaheimsóknina að ánægjulegri upplifun fyrir alla sem að henni koma og leggjum við okkur fram um að viðskiptavinir okkar fái lausn sinna mála.

 

Saga stofunnar

Árið 1996 stofnaði Sigurður Rúnar Sæmundsson, tannlæknir og sérfræðingur í barntannlækningum, barnatannlæknastofu í Einholti í Reykjavík. Árið 2007 fluttist sú stofa yfir í Glæsibæinn og hefur síðan þá starfað undir nafninu Tannlæknastofan í Glæsibæ.

Sumarið 2015 gekk Eva Guðrún Sveinsdóttir, tannlæknir og þá nýútskrifuð sem sérfræðingur í barnatannlækningum, á ný til liðs við Tannlæknastofuna í Glæsibæ, en þá sem meðeigandi stofunnar. Þórunn Guðmundsdóttir, tanntæknir, gerðist einnig meðeigandi á sama tíma og Eva Guðrún og hefur síðan þá verið framkvæmdarstjóri hennar. Árið 2017 bættist í eigendahópinn þegar Erna Rún Einarsdóttir, tannlæknir og sérfræðingur í tann-og munngervaslækningum, hóf störf við stofuna. Nýjasti meðlimur eigendahópsins er síðan Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og sérfæðingur í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði, en hann hóf störf í Glæsibæ í janúar 2019.

Árið 2007, þegar stofan í Glæsibæ var opnuð, fór starfsemi stofunnar fram á þremur aðgerðarstofum. Árið 2015 varð ljóst að þrjár stofur yrðu ekki nægilegar fyrir ört stækkandi starfsemi og því var fjöldi aðgerðarstofa tvöfaldaður á árunum 2016 og 2017. Á þeim tíma bættist enn í hóp starfandi tannlækna og haustið 2018 var ákveðið að stækka enn stofuna og koma á laggirnar aðgerðarstofum á 7.hæðinni, í vesturhúsi Glæsibæjarturnsins. 7.hæðinni deilum við með lýtalæknum í Dea Medica, en gróflega mætti segja að fullorðinstannlækningar fari fram á 7.hæðinni og barnatannlækningar á 4.hæðinni.

Að lokum má nefna að Tannlæknastofa Magnúsar Kristinsson, sem staðsett er í Faxafeni 11, er nú einn angi Tannlæknastofunnar í Glæsibæ. Magnús hefur starfað í Faxafeni í áraraðir og því var starfsemi hans haldið áfram þar um sinn.