Hrafnhildur Eik Skúladóttir

Tannlæknir
Glæsibær

Um mig

Hrafnhildur Eik er fædd og uppalin í litlu sjávarplássi á Snæfellsnesi en fluttist til höfuðborgarinnar þegar hún hóf framhaldsnám. Í dag er hún búsett í Hafnarfirði og er gift og á þrjú börn. Hún æfir blak með Blakfélagi Hafnarfjarðar.

Hrafnhildur Eik útskrifaðist úr tannlæknanámi frá Háskóla Íslands árið 2011 og hóf störf hjá Tannlæknastofunni í Glæsibæ auk annarrar tannlæknastofu sem staðsett er í Mjódd og starfaði á þeim stofum fyrstu árin.. Þar sem stofan var upphaflega að mestu fyrir börn öðlaðist hún mikla reynslu af meðhöndlun barna enda hafði áhugi hennar á barnatannlækningum kviknað strax í tannlæknanáminu. Haustið 2015 færði hún sig að fullu yfir til Hlýju þar sem hún hefur lagt áherslu á að sinna börnum að mestu leyti. Í dag eru flestir skjólstæðingar hennar börn enda starfar hún náið með Evu Guðrúnu barnatannlækni.

  • Af hverju tannlækningar? Ákvað snemma að tannlækningar væru eitthvað sem hentuðu mér vel. Ég hef mikinn áhuga á að vinna með höndunum og einnig að læra líffræði og allt sem tengist því.
  • Hvað er það skemmtilegasta við að vera tannlæknir? Nákvæmnin við allt sem ég þarf að gera, samvinnan við samstarfsfólkið og auðvitað er alltaf gaman að hitta skjólstæðingana sem gera alla daga ólíka.
  • Ég held með: Áfram HAUKAR og Blakfélag Hafnarfjarðar.
  • Helstu áhugamál utan vinnu: Blak, hreyfing, ferðalög og eyða tíma með fjölskyldunni.
  • Ef ekki tannlæknir, þá hvað? Arkitekt.
  • Te eða kaffi? Te.
Scroll to Top