fbpx

Rótfyllingar

Rótfyllingaraðgerð er mikið nákvæmnisverk sem kallar yfirleitt á fleiri en eina heimsókn til tannlæknis. Ægir Rafn Ingólfsson er sérfræðingur Hlýju í rótfyllingum.

Nákvæmisvinna undir handleiðslu sérfræðinga

Segja má að rótfylling sé síðasta úrræðið þegar tönn hefur skemmst eða orðið fyrir svo miklu áfalli að hefðbundnari inngrip duga ekki til.

Ægir er sérmenntaður í faginu, býr yfir mikilli reynslu auk þess að búa yfir þeim tækjabúnaði sem þarf til að framkvæma flóknar og umfangsmiklar rótfyllingaraðgerðir.
Aðrir tannlæknar Hlýju sinna einnig rótfyllingum og geta þá ávallt sótt í sérþekkingu Ægis ef þurfa þykir.

Þegar tönn verður fyrir skemmdum eða áföllum sem er ekki sinnt nægilega fljótt og vel geta bakteríur komist að rótum tannarinnar og haft skaðleg áhrif á taugar, frumur og æðar hennar.

Þá er talað um að tönnin sé „dáin“ og þörf á umtalsverðu inngripi, þ.e. rótfyllingu. Þá er vefurinn í rótarholi tannarinnar fjarlægður og í stað hans er komið fyrir efni sem lokar innra rými hennar.

Það er ekki óalgengt að rótfylling taki tvær og jafnvel þrjár heimsóknir til tannlæknis. Sumar tennur eru margróta og taka lengri tíma að rótfylla en einfaldari tennur, s.s. framtennur.

Scroll to Top