Þegar tönn verður fyrir skemmdum eða áföllum sem er ekki sinnt nægilega fljótt og vel geta bakteríur komist að rótum tannarinnar og haft skaðleg áhrif á taugar, frumur og æðar hennar.
Þá er talað um að tönnin sé „dáin“ og þörf á umtalsverðu inngripi, þ.e. rótfyllingu. Þá er vefurinn í rótarholi tannarinnar fjarlægður og í stað hans er komið fyrir efni sem lokar innra rými hennar.
Það er ekki óalgengt að rótfylling taki tvær og jafnvel þrjár heimsóknir til tannlæknis. Sumar tennur eru margróta og taka lengri tíma að rótfylla en einfaldari tennur, s.s. framtennur.