Covid
Aðlögun á starfsemi vegna COVID-19.
COVID-19 faraldurinn hefur umtalsverð áhrif á starfsemi Hlýju, en við aðlögum okkur að aðstæðum hverju sinni og fylgjum ráðleggingum almannavarna í hvívetna.
Stofan er opin og hægt er að ná í okkur 561-3130 alla daga milli 8:00 og 16:00. Utan hefðbundins afgreiðslutíma er hægt að ná í okkur í neyðarnúmerinu 789-2600.
Áður en komið er á stofuna skal hafa eftirfarandi í huga:
- Við biðjum einungis þann sem á bókaðan tíma að mæta á staðinn. Ef um barn er að ræða, þá biðjum við um að það sé aðeins eitt foreldri eða fylgdarmaður með í för.
- Virðum tveggja metra regluna og höldum réttri fjarlægð á biðstofu, í afgreiðslu og í samskiptum gesta við tannlækna og annað starfsfólk Hlýju.
- Við biðjum fólk um að hringja á undan sér og panta tíma. Við reynum að lágmarka umferð og fjölda fólks í afgreiðslu eins og mögulegt er.
- Ganga heldur upp stigann en að nota lyftur ef hægt er. Lyftutakkar geta borið smit og erfitt er að halda 2ja metra fjarlægð.
- Þvo hendur rækilega áður en komið er inn á stofu.
- Sprittbrúsar eru aðgengilegir víðsvegar um stofuna. Spritta hendur áður en gengið er inn á aðgerðarstofu.
- Greiða fyrir tímann með snertilausum posa eða með millifærslu á bankareikning.
Ef þú kemur á stofuna á næstu dögum/vikum:
Eingöngu sá sem á bókaðan tíma á stofunni skal koma, nema fylgdarmaður sé af einhverjum ástæðum nauðsynlegur. Ef um barn eða einstakling með sérþarfir að ræða skal aðeins eitt foreldri eða forráðamaður fylgja barninu.
Ég er í sóttkví en þarf nauðsynlega á hjálp að halda. Hvað á ég að gera?
Hafðu samband við okkur í síma 561-3130 eða 789-2600 og við gerum okkar allra besta til að koma þér til hjálpar. Sóttkví kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að leita aðstoðar hjá heilbrigðiskerfinu, hins vegar eru sérstakar ráðstafanir gerðar hjá okkur.
Ég hef greinst með Covid-19 (og er í einangrun) en þarf nauðsynlega á hjálp að halda. Hvað á ég að gera?
Hafðu samband við okkur í síma 561-3130 eða 789-2600 og við gerum okkar allra besta til að koma þér til hjálpar. Sjúkdómar koma ekki í veg fyrir að hægt sé að leita aðstoðar hjá heilbrigðiskerfinu, hins vegar eru sérstakar ráðstafanir gerðar hjá okkur.