fbpx

Almennar tannlækningar

Hjá Hlýju starfa fjölmargir almennir tannlæknar sem veita grunnþjónustu í öllum undirgreinum tannlækninga og sinna einstaklingum á öllum aldri. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu í formi nákvæmrar tann-og munnskoðunar, forvarna og meðferðar, sé þess þörf. 

Gott samband sem byggir á trausti og virðingu

Allir viðskiptavinir njóta góðs af nærveru fjölmargra sérfræðinga hjá Hlýju. Komi upp aðstæður þar sem þörf er á áliti sérfræðings á ólíkum sviðum, þá eru þeir aðgengilegir undir sama þaki. Í því liggur okkar styrkur.

Tannlæknar okkar leggja sig fram við að mynda traust og skapa gott samband við viðskiptavini, enda verða þeir oftar en ekki tannlæknar heilu fjölskyldanna þar sem samstarfið nær til margra ára.

Samband tannlækna og sjúklinga snýst um meira en að bregðast við vandamálum ef og þegar þau koma upp. 

Við leggjum okkur fram við að veita forvarnir, fræðslu og ráðleggingar um tennur og tannhirðu, mataræði og margt fleira.

Í almennri tannlæknaþjónustu felst fjölmargt, svo sem:

  • Reglulegar skoðanir
  • Kennsla í munn-og tannhirðu
  • Ráðleggingar varðandi mataræði
  • Ýmsar forvarnir og fræðsla
  • Tannhreinsun
  • Meðhöndlun margvíslegra tannskemmda
  • Fegrunartannlækningar
  • Og margt fleira
Scroll to Top