Flestir tannlæknar á Íslandi, sem og í öðrum löndum, eru almennir tannlæknar, sem veita grunnþjónustu í öllum undirgreinum tannlækninga og sinna einstaklingum á öllum aldri. Oftar en ekki verða þeir tannlæknar heilu fjölskyldnanna og tannlæknaheimsóknin verður árlegur viðburður hvers heimilis. Á stofunni okkar starfa fjórir almennir tannlæknar, sem leggja sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu í formi nákvæmrar tann-og munnskoðunar, forvarna og meðferðar, sé þess þörf. Komi upp aðstæður þar sem sérfræðiálits eða sérfræðimeðferðar er þörf, mun viðkomandi tannlæknir aðstoða skjólstæðing sinn við að setja sig í samband við þann eða þá sérfræðinga sem þörf er á.

Flestir almennir tannlæknar eru vel menntaðir og þjálfaðir á öllum sviðum tannlækninga, og það á svo sannarlega við um tannlæknana í Glæsibæ. Sem dæmi um þjónustu sem þeir veita má nefna:

 • Reglulegar skoðanir
 • Kennsla í munn-og tannhirðu
 • Ráðleggingar varðandi mataræði
 • Tannhreinsun
 • Aðrar forvarnir, svo sem skorufyllur
 • Fyllingagerð vegna tannskemmda
 • Rótfyllingar
 • Meðhöndlun slímhúðarsjúkdóma
 • Fegrunartannlækningar
 • Krónu-og brúargerð
 • Smíði á implönt
 • Partagerð
 • Heilgómagerð
 • Bitskinnur
 • Tannlýsing

+354 561 3130

puti@puti.is

Vesturhús Glæsibæ
Álfheimar 74
104 Reykjavík

Mán–Fim 8:00–16:00
Fös- 8:00 – 14:00