fbpx

Við erum teymi sérfræðinga

sem vinnum saman að þinni tannheilsu

Velkomin í Hlýjuna

Við viljum að heimsókn þín til tannlæknis sé jákvæð upplifun og leggjum okkur fram við að láta þér líða sem best í stólnum hjá okkur. Við leggjum áherslu á teymisvinnu undir stjórn nokkurra færustu tannsérfræðinga landsins.

Play Video

Um Hlýju

Hlýja er ein allra stærsta tannlæknastofa landsins. Styrkur okkar liggur í stærðinni. Saman myndum við heild sem getur boðið framúrskarandi þjónustu fyrir alla. 

Þjónustan

Við bjóðum þjónustu á öllum helstu sviðum tannlækninga. Við sinnum öllum aldurshópum og sérhæfum okkur í þjónustu við börn og einstaklinga með sérþarfir. 

Vinsamlegast athugið að greiða þarf fyrir þjónustuna á staðnum þar sem ekki er boðið upp á lánaviðskipti eða að senda kröfur í banka.

Almennar tannlækningar

Hjá Hlýju starfa fjölmargir almennir tannlæknar sem veita grunnþjónustu í öllum undirgreinum tannlækninga og sinna einstaklingum á öllum aldri.

Barnatannlækningar

Hjá okkur starfa reyndustu barnatannlæknar landsins og við tökum á móti öllum börnum og foreldrum þeirra með útbreiddan faðm.

Fegrunartannlækningar

Fallegar tennur auka sjálfstraust og fallegt bros getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Hlýja býður upp á ýmsar meðferðir sem bæta útlit tanna.

Scroll to Top