Við viljum að heimsókn þín til tannlæknis sé jákvæð upplifun og leggjum okkur fram við að láta þér líða sem best í stólnum hjá okkur. Við leggjum áherslu á teymisvinnu undir stjórn nokkurra færustu tannsérfræðinga landsins.
Play Video
Um Hlýju
Hlýja er ein allra stærsta tannlæknastofa landsins. Styrkur okkar liggur í stærðinni. Saman myndum við heild sem getur boðið framúrskarandi þjónustu fyrir alla.
Við bjóðum þjónustu á öllum helstu sviðum tannlækninga. Við sinnum öllum aldurshópum og sérhæfum okkur í þjónustu við börn og einstaklinga með sérþarfir.
Almennar tannlækningar
Hjá Hlýju starfa fjölmargir almennir tannlæknar sem veita grunnþjónustu í öllum undirgreinum tannlækninga og sinna einstaklingum á öllum aldri.