Almennar tannlækningar

Flestir tannlæknar á Íslandi, sem og í öðrum löndum, eru almennir tannlæknar, sem veita grunnþjónustu í öllum undirgreinum tannlækninga og sinna einstaklingum á öllum aldri. Oftar en ekki verða þeir tannlæknar heilu fjölskyldnanna og tannlæknaheimsóknin verður árlegur viðburður hvers heimilis.  Á stofunni okkar starfa fjórir almennir tannlæknar, sem leggja sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu í formi nákvæmrar tann-og munnskoðunar, forvarna og meðferðar, sé þess þörf. Komi upp aðstæður þar sem sérfræðiálits eða sérfræðimeðferðar er þörf, mun viðkomandi tannlæknir aðstoða skjólstæðing sinn við að setja sig í samband við þann eða þá sérfræðinga sem þörf er á.

Barnatannlækningar

Eva Guðrún og Sigurður Rúnar eru barnatannlæknar Tannlæknastofunnar í Glæsibæ, en þau hafa bæði þriggja ára sérnám í faginu. Barnatannlækningar eru sá angi tannlækninga, sem sinnir börnum á aldrinum 0-18 ára, en einnig falla þar undir börn og fullorðnir með sérþarfir og/eða önnur sérhæfð vandamál. Barnatannlæknar sinna öllum börnum og foreldrum sem til þeirra leita, en oft er börnum líka tilvísað frá almennum tannlæknum vegna tannvandamála þar sem þörf er á sérfræðiþekkingu.

+354 561 3130

puti@puti.is

Vesturhús Glæsibæ
Álfheimar 74
104 Reykjavík

Mán–Fim 8:00–16:00
Fös- 8:00 – 14:00