Sérfræðingar í tannlækningum barna

Eva Guðrún og Sigurður Rúnar eru barnatannlæknar Tannlæknastofunnar í Glæsibæ, en þau hafa bæði þriggja ára sérnám í faginu. Barnatannlækningar eru sá angi tannlækninga, sem sinnir börnum á aldrinum 0-18 ára, en einnig falla þar undir börn og fullorðnir með sérþarfir og/eða önnur sérhæfð vandamál. Barnatannlæknar sinna öllum börnum og foreldrum sem til þeirra leita, en oft er börnum líka tilvísað frá almennum tannlæknum vegna tannvandamála þar sem þörf er á sérfræðiþekkingu.

Eftirfarandi hópar eru dæmi um skjólstæðinga barnatannlækna:

 • Öll börn og foreldrar geta valið sér barnatannlækni sem sinn heimilistannlækni
 • Ung börn, sem ekki hafa þroska til meðferðar
 • Hrædd börn, sem ekki hafa getu til meðferðar
 • Börn með umfangsmiklar tannskemmdir
 • Börn með tannmyndunargalla, þar með talið glerungsgalla
 • Börn með tannvöntun/aukatennur
 • Börn sem orðið hafa fyrir tannáverka
 • Börn með slímhúðarvandamál
 • Langveik börn
 • Einhverf börn og fullorðnir
 • Börn og/eða fullorðnir með heilkenni, þroskahömlun og/eða einhvers konar fötlun
 • Fullorðnir með mikla tannlæknahræðslu

+354 561 3130

puti@puti.is

Vesturhús Glæsibæ
Álfheimar 74
104 Reykjavík

Mán–Fim 8:00–16:00
Fös- 8:00 – 14:00