Við höfum langa reynslu af meðhöndlun barna og beitum ýmsum aðferðum til þess að leggja grunninn að þessu trausti á milli barns og tannlæknis. Móttakan er hönnuð með þarfir barna í huga, við eigum gnótt af límmiðum og verðlaunaskápurinn er sannarlega veglegur!
Sérmenntaðir barnatannlæknar sinna fyrst og fremst börnum til 18 ára aldurs, en einnig falla þar undir börn og fullorðnir með sérþarfir, fötlun, þroskaskerðingu eða önnur vandamál, svo sem tannlæknahræðslu.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða almennar tannlækningar barna að fullu fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald að því tilskyldu að barnið sé skráð hjá heimilistannlækni. Nánari upplýsingar um greiðsluþáttöku SÍ og skráningu barna hjá heimilistannlækni má nálgast hér.