fbpx

Tannlækningar fyrir börn

Okkar sérsvið eru tannlækningar barna. Hjá okkur starfa nokkrir af reyndustu barnatannlæknum landsins og við tökum á móti öllum börnum og foreldrum þeirra með útbreiddan faðminn. 

Traust skiptir öllu máli

Markmið allra foreldra er að börnunum sínum líði vel hjá tannlækni. Okkar markmið er að börnunum finnist gaman hjá tannlækni. Horfðu á myndbandið til að vita meira um áherslur okkar í barnatannlækningum.

Play Video

Sérfræðingar í tannlækningum barna

Þeir tannlæknar á Hlýju sem hafa sérhæft sig í barnatannlækningum (þriggja ára sérnám) eru:

Að auki sinna margir af okkar almennu tannlæknum börnum og í þeim tilvikum þegar þörf er á áliti sérfræðings, þá felst mikið öryggi í að hafa þá undir sama þaki til að veita ráðgjöf. Þessi teymisvinna hefur gefist afar vel.

Fyrsta heimsókn skiptir miklu máli

Við mælum með að fyrsta heimsókn eigi sér stað um tveggja ára aldur. Afar mikilvægt er að fyrsta heimsókn barns til tannlæknis sé jákvæð og snýst fyrsti tíminn að miklu leyti um að skapa traust.

Við höfum langa reynslu af meðhöndlun barna og beitum ýmsum aðferðum til þess að leggja grunninn að þessu trausti á milli barns og tannlæknis. Móttakan er hönnuð með þarfir barna í huga, við eigum gnótt af límmiðum og verðlaunaskápurinn er sannarlega veglegur! 

Sérmenntaðir barnatannlæknar sinna fyrst og fremst börnum til 18 ára aldurs, en einnig falla þar undir börn og fullorðnir með sérþarfir, fötlun, þroskaskerðingu eða önnur vandamál, svo sem tannlæknahræðslu.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða almennar tannlækningar barna að fullu fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald að því tilskyldu að barnið sé skráð hjá heimilistannlækni. Nánari upplýsingar um greiðsluþáttöku SÍ og skráningu barna hjá heimilistannlækni má nálgast hér.

Scroll to Top