fbpx

Ármann Hannesson

Tannlæknir
Glæsibær

Um mig

Ármann útskrifaðist frá tannlæknadeild HÍ árið 2017 og hefur auk þess sótt námskeið í tannlækningum erlendis og á Íslandi. Hann hóf störf á Hlýju í byrjun árs 2018 og sinnir einnig stundakennslu við tannlæknadeild HÍ.

  • Af hverju tannlækningar? Því mig langaði til þess að vinna í heilbrigðisgeiranum og mig langaði að vinna með höndunum. Í dag gæti ég ekki hugsað mér að starfa við neitt annað.
  • Ég held með: Liverpool! Ekki alltaf verið dans á rósum en sérlega ánægjulegt að undanförnu.
  • Helstu áhugamál utan vinnu: Skíði, skotveiði og golf.
  • Hvað er það skemmtilegasta við að vera tannlæknir? Það er svo ótalmargt sem kemur til greina. Helst hvað það er gefandi að hjálpa öðrum og svo nýt ég þess hversu mikil nákvæmnisvinna er fólgin í tannlækningum.
  • Hvað hlustarðu á? Ég er mikill aðdáandi hlaðvarpa og hlusta helst á þau á leið til og frá vinnu. Lagið sem kemur mér alltaf í góðan gír er Garden Party með Mezzoforte.
  • Ef ekki tannlæknir, þá hvað? Líklega verkfræðingur.
  • Te eða kaffi? Tvöfaldan espresso, takk!
Scroll to Top