Eva Guðrún Sveinsdóttir

Sérfræðingur í barnatannlækningum
Glæsibær

Um mig

Eva Guðrún lauk tannlæknanámi árið 2009 og starfaði fyrstu ár eftir útskrift í Vestmannaeyjum og á Tannlæknastofunni í Glæsibæ, þar sem hún fékk mikla og góða þjálfun við meðhöndlun barna.

Eva ákvað að sérmennta sig í barnatannlækningum og útskrifaðist með þriggja ára sérnám frá Háskólanum í Osló árið 2015.  Skömmu síðar gekk hún á ný til liðs við Tannlæknastofuna í Glæsibæ, þar sem hún hóf störf sem sérfræðingur og meðeigandi stofunnar, ásamt því að taka við kennslu í barnatannlækningum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Í upphafi árs 2017 bætti Eva við sig meistargráðu frá Háskóla Íslands, en auk þessa hefur hún skrifað faggreinar í innlend og erlend tímarit í tannlækningum. Eva hefur unun af því að starfa með börnum og hlakkar til að taka á móti öllum þeim börnum, foreldrum og einnig fullorðnum einstaklingum með sérþarfir sem til hennar leita.

Menntun

2003-2009 Tannlæknadeild Háskóla Íslands
2012-2015 Sérnám í Barnatannlækningum við Háskólann í Osló

Scroll to Top