fbpx

Eva Guðrún Sveinsdóttir

Sérfræðingur í barnatannlækningum
Glæsibær

Um mig

Eva Guðrún lauk tannlæknanámi árið 2009 og starfaði fyrstu ár eftir útskrift í Vestmannaeyjum og á Tannlæknastofunni í Glæsibæ, þar sem hún fékk mikla og góða þjálfun við meðhöndlun barna.

Eva ákvað að sérmennta sig í barnatannlækningum og útskrifaðist með þriggja ára sérnám frá Háskólanum í Osló árið 2015.  Skömmu síðar gekk hún á ný til liðs við Tannlæknastofuna í Glæsibæ, þar sem hún hóf störf sem sérfræðingur og meðeigandi stofunnar, ásamt því að taka við kennslu í barnatannlækningum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Í upphafi árs 2017 bætti Eva við sig meistargráðu frá Háskóla Íslands, en auk þessa hefur hún skrifað faggreinar í innlend og erlend tímarit í tannlækningum. Eva hefur unun af því að starfa með börnum og hlakkar til að taka á móti öllum þeim börnum, foreldrum og einnig fullorðnum einstaklingum með sérþarfir sem til hennar leita.

Menntun

2003-2009 Tannlæknadeild Háskóla Íslands
2012-2015 Sérnám í barnatannlækningum við Háskólann í Osló

  • Besti matur? Aspassúpan hennar mömmu á jólunum.
  • Uppáhalds Eurovision lag? Draumur um Nínu.
  • Hvaða manneskju langar þig mest að hitta sem þú hefur ekki fengið tækifæri til ennþá? Bruce Springsteen. Ég er gömul sál!
  • Hvaða ofurkraft myndirðu helst vilja hafa? Ég myndi gjarnan vilja eignast hálsmenið hennar Hermione í Harry Potter.
  • Hvað vildirðu óska að þú hefðir vitað í menntó? Að ég myndi eignast þrjú heilbrigð börn í framtíðinni. Þá hefði ég haft fullt til að hlakka til.
  • Hvað myndi ævisaga þin heita? Draumar geta ræst.
  • Hvaða orð lýsir þér best? Umhyggjusemi.
  • Besta ráð sem þu hefur fengið? ´Það er ástæða fyrir öllu því sem við erum látin takast á við á vegi okkar í gegnum lífið´. Þetta sagði mamma mín við mig eitt sinn og þessi setning hefur hjálpað mér í gegnum allar mínar áskoranir.
  • Hvaða celeb myndirðu helst vilja fá þer drykk með? Bruce Springsteen.
  • Hvað lag syngurðu í kareoke? ´Vertu ekki að plata mig´.
  • Hvaða emoji lysir þer best? 😇
Scroll to Top