fbpx

Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir

Tannlæknir
Glæsibær

Um mig

Hrafnhildur Ýr lauk tannlæknanámi frá Háskóla Íslands vorið 2020. Hún er ein af örfáum á Íslandi sem kláraði tanntæknanám, áður en hún söðlaði um og hóf og kláraði tannlæknanámið. Hrafnhildur státar því af tveimur gráðum innan tannlækningageirans, sem báðar nýtast henni í núverandi starfi. Hrafnhildur fullkomnar menntaþrennu sína þó á öðrum vettvangi, því áður en tannlækningarnar komu inn í myndina lauk hún sveinsprófi í snyrtifræðum.

Hrafnhildur Ýr hóf sinn starfsferil hjá Hlýju sem tanntæknir og fram til ársins 2019 vann hún undir Hlýjumerkjum á sumrin, en var í tannlæknanáminu á veturnar. Sumarið 2019 svissaði hún yfir á tannlæknavænginn og vann sem aðstoðartannlæknir í Hlýju í Glæsibæ, en einnig í Vestmannaeyjum, þar sem hún vann undir leiðsögn Heimis Hallgrímssonar, fyrrum landsliðsþjálfara í knattspyrnu og eins af núverandi eigendum Hlýju.

Hrafnhildur Ýr hefur unun af að starfa með börnum, en sjálf á hún tvo stráka með manni sínum. Hún tekur vel á móti öllum þeim sem til hennar leita, ungum sem öldnum.

Menntun

2006 – 2007 Snyrtifræðingur frá Snyrtiakademíunni
2007 Cidesco próf í snyrtifræði
2008 Sveinspróf í snyrtifræði
2008 – 2009 Tanntæknir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla
2014 – 2020 Tannlæknir frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands

  • Hvað vildirðu óska að þú hefðir vitað í menntó? Að þetta reddast allt! Og að maður uppsker eins og maður sáir.
  • Hvað myndi ævisaga þin heita? „Elífðarstúdentinn“
  • Hvað gerir þig stressaða? Klárlega rússíbanar og að strákarnir mínir fari sér að voða.
  • Friends eða Seinfeld?  Friends! Algjörlega elska Friends.
  • Besti matur? Humar og pizza – jafnvel humarpizza!
  • Hvaða celeb myndirðu helst vilja fá þer drykk með? Freddie Mercury
  • Veldu eitt, Bók, bíómynd eða þáttaröð? Þáttaröð
  • Eftirminnilegasta augnablik í þínu lífi til þessa? Að eignast börnin mín og fá símtalið að hafa komist inn í tannlæknadeild HÍ.
  • Nefndu 3 atriði sem fáir vita um þig: Ég æfði íshokkí í mörg ár, ég keyri mótorhjól og ég er tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga í kumite.
Scroll to Top