fbpx

Íris Þórsdóttir

Tannlæknir
Glæsibær

Um mig

Íris lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2015 og hóf störf á Hlýju í apríl 2018.

Íris situr sjaldan auðum höndum og er umsjónarkennari bitfræði við Tannlæknadeild HÍ ásamt því að hafa starfað sem stundakennari klínískra nema í tannfyllingu og munn- og tanngervalækningum. Hún er einnig virk í félagsstarfi Tannlæknafélagsins og situr nú í nefnd Ársþings og endurmenntunar.

Síðan Íris útskrifaðist hefur hún stundað virka endurmenntun, þá helst í tengslum við krónu- og brúargerð og implantaísetningar og setið virt námskeið á því sviði hérlendis og erlendis. Einnig hefur hún gaman að framtannafyllingum og útlitstannlækningum og finnst æðislegt að fá til sín börn.

Íris elskar starfið sitt og þá helst fjölbreytileikann sem hver dagur hefur upp á að bjóða.

  • Hvað gerir þig stressaða? Mjög margt gerir mig stressaða en kannski helst óvissa. Ég reyni að stunda hugleiðslu til að minnka stress og kvíða í mínu lífi.
  • Ertu með leyndan hæfileika? Ég get gert handahlaup á annarri hendi
  • Fyrsta sem þú hugsar þegar vekjaraklukkan hringir: “Vá hvað ég hlakka til að fá mér cappuccino”
  • Hvað myndi ævisaga þin heita? “Sú sem vildi gleypa heiminn”
  • Besti matur? Ég get ómögulega valið milli tveggja rétta, en annað er heimagerð pizza grilluð á steini með klettasalats-topping, parmesan, salti og ólífuolíu og hitt er heimagert egg benedict.
  • Hvaða manneskju langar þig mest að hitta sem þú hefur ekki fengið tækifæri til ennþá? Vigdísi Finnbogadóttur, Marion Jones og Michelle Obama
  • Hvaða celeb myndirðu helst vilja fá þer drykk með? Will Smith, ég held hann sé hrikalega skemmtilegur og áhugaverð manneskja
  • Veldu eitt: Bók, bíómynd eða þáttaröð? Engin spurning; þáttaröð.
  • Eftirminnilegasta augnablik í þínu lífi til þessa? Þegar tvíburastrákarnir mínir fæddust.
  • Hvað lag syngurðu helst í kareoke? Ég ELSKA kareoke og þessa dagana er það “Don’t go breaking my heart” með Elton John og Kiki Dee en annars hef ég mjög gaman að því að syngja Disney lög eins og “Let it go” úr Frozen og “I’m still standing” úr Sing.
  • Friends eða Seinfeld? Friends, engin spurning. Ég tók mig einu sinni til og horfði á allar þáttaraðirnar frá byrjun til enda og það er svo oft í daglegu lífi sem ég hugsa til atriðis í Friends sem fær mig til að brosa. Undanfarið hefur atriðið “je m’appelle Claude” verið mjög ofarlega í huga.
Scroll to Top