Íris Þórsdóttir

Tannlæknir
Glæsibær

Um mig

Íris lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2015 og hóf störf á Hlýju í apríl 2018.

Íris situr sjaldan auðum höndum og er umsjónarkennari bitfræði við Tannlæknadeild HÍ ásamt því að hafa starfað sem stundakennari klínískra nema í tannfyllingu og munn- og tanngervalækningum. Hún er einnig virk í félagsstarfi Tannlæknafélagsins og situr nú í nefnd Ársþings og endurmenntunar.

Síðan Íris útskrifaðist hefur hún stundað virka endurmenntun, þá helst í tengslum við krónu- og brúargerð og implantaísetningar og setið virt námskeið á því sviði hérlendis og erlendis. Einnig hefur hún gaman að framtannafyllingum og útlitstannlækningum og finnst æðislegt að fá til sín börn.

Íris elskar starfið sitt og þá helst fjölbreytileikann sem hver dagur hefur upp á að bjóða.

Scroll to Top