fbpx

Lára Hólm Heimisdóttir

Barnasérfræðingur
Glæsibær

Um mig

Lára lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild HÍ árið 2015. Eftir útskrift starfaði hún sem almennur tannlæknir í nokkur ár á Akranesi, í Reykjavík og Hafnarfirði. Áhugi hennar á barnatannlækningum kom fljótlega í ljós og stefnan sett á framhaldsnám erlendis.

Árið 2018 lá leiðin til Norður Karólínu í Bandaríkjunum þar sem við tók þriggja ára sérfræðinám í barnatannlækningum auk meistaragráðu við University of North Carolina, Chapel Hill. Útskrifaðist hún þaðan sumarið 2021.

Lára flutti heim til Íslands í ágúst 2021 og hóf aftur störf hjá Hlýju sem sérfræðingur í barnatannlækningum. Ásamt því er hún stundakennari í faginu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og við UNC.

Láru hlakkar til að taka á móti öllum þeim börnum og fullorðnum einstaklingum með sérþarfir sem til hennar leita.

Menntun

2009-2015 Tannlæknadeild Háskóla Íslands
2018-2021 Sérnám í barnatannlækningum við University of North Carolina, Chapel Hill

Scroll to Top