Um mig
Unnur lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild HÍ árið 2015 og starfaði fyrstu árin á Tannlæknastofu í Reykjavík og Kópavogi. Áhugi hennar á munn- og tanngervalækningum kom strax í ljós fyrir útskrift hér heima og ákvað hún að sérmennta sig fljótlega eftir útskrift.
Árið 2017 lá leiðin til Seattle í Bandaríkjunum þar sem við tók þriggja ára sérfræðinám í munn- og tanngervalækningum auk meistaragráðu, og útskrifaðist hún sumarið 2020. Strax eftir útskrift gekk hún til liðs við Hlýju tannlæknastofu í Glæsibæ, þar sem hún starfar sem sérfræðingur, ásamt því að vera stundakennari í faginu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Unnur er einnig virk í félagsstarfi og var meðal annars formaður íslenskra tannlæknanema, sat í Árshátíðar- og skemmtinefnd Tannlæknafélags Íslands og situr nú í Ársþings- og endurmennturnefnd.
Unnur hefur mikinn áhuga á almennri fræðslu innan tannlækninga, hefur haldið fyrirlestra erlendis í faginu og skrifað faggreinar bæði í innlendum og erlendum tímaritum. Unnur hefur unun af því að hjálpa fólki og þá sérstaklega þeim sem þurfa stærri uppbyggingar með munn- og/eða tanngervum en tekur vel á móti öllum þeim börnum og fullorðnum sem til hennar leita.
Menntun
2009-2015 Tannlæknadeild Háskóla Íslands (Cand. Odont)
2017-2020 Sérnám í munn- og tanngervalækningum við University of Washington, Seattle (MSc og Clinical Certificate)