Vilhelm Grétar Ólafsson

Sérfræðingur í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði
Glæsibær

Um mig

Vilhelm Grétar Ólafsson útskrifaðist með kandidatspróf frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði næstu 5 ár sem tannlæknir á stofum í Reykjavík, á Akureyri og Akranesi.

Vilhelm lagði stund á sérfræðinám í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði í Bandaríkjunum frá 2012-2015 og hefur verið sérfræðingur og meðeigandi á Hlýju frá 2018.

Hann sinnir ýmsum sérverkefnum eftir tilvísunum, svo sem meðhöndlun á erfiðum tannvandamálum vegna undirliggjandi sjúkdóma, meðhöndlun á glerungseyðingu og tannasliti auk fegrunartannlækninga. Hann sinnir auk þessa almennum tannlækningum skjólstæðinga á öllum aldri.

Vilhelm er jafnframt lektor í Tannfyllingum og Tannsjúkdómafræði við Háskóla Íslands. Vilhelm er virkur í rannsóknarstarfi, hefur í samstarfi við aðra vísindamenn birt fjölda faggreina í innlendum og erlendum fagtímaritum og heldur reglulega fyrirlestra, innanlands og erlendis.

Menntun

2001-2007 Tannlæknadeild Háskóla Íslands (kanditatspróf)
2012-2015 Sérnám í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Háskólann í North Carolina (MSc og Clinical Certificate)

Scroll to Top