fbpx

Vilhelm Grétar Ólafsson

Sérfræðingur í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði
Glæsibær

Um mig

Vilhelm Grétar Ólafsson útskrifaðist með kandidatspróf frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði næstu 5 ár sem tannlæknir á stofum í Reykjavík, á Akureyri og Akranesi.

Vilhelm lagði stund á sérfræðinám í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði í Bandaríkjunum frá 2012-2015 og hefur verið sérfræðingur og meðeigandi á Hlýju frá 2018.

Hann sinnir ýmsum sérverkefnum eftir tilvísunum, svo sem meðhöndlun á erfiðum tannvandamálum vegna undirliggjandi sjúkdóma, meðhöndlun á glerungseyðingu og tannasliti auk fegrunartannlækninga. Hann sinnir auk þessa almennum tannlækningum skjólstæðinga á öllum aldri.

Vilhelm er jafnframt lektor í Tannfyllingum og Tannsjúkdómafræði við Háskóla Íslands. Vilhelm er virkur í rannsóknarstarfi, hefur í samstarfi við aðra vísindamenn birt fjölda faggreina í innlendum og erlendum fagtímaritum og heldur reglulega fyrirlestra, innanlands og erlendis.

Menntun

2001-2007 Tannlæknadeild Háskóla Íslands (kanditatspróf)
2012-2015 Sérnám í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði við Háskólann í North Carolina (MSc og Clinical Certificate)

 • Nefndu 3 atriði sem fáir vita um þig: 1) Ég elska að ferðast, hef farið um flestar heimsálfur og stefni á þær allar! 2) Ég hef unun af því að teikna, mála og allri list í raun. 3) Ég spila á trommur í frístundum.
 • Hvað myndi ævisaga þin heita? Vertu duglegur!
 • Besti matur? Slátur.
 • Ertu með einhverja fóbíu? Fyrir sólaráburði.
 • Hvað lag syngurðu helst í kareoke? ´Don´t stop me now´.
 • Hvaða bíómynd lætur þig gráta? Klovn (úr hlátri).
 • Fyrsta sem þu hugsar þegar vekjaraklukkan hringir: …Strax!?
 • Hvaða þrjá hluti myndirðu taka með þér á eyðieyju? Reipi, vasahníf og fiskinet.
 • Hver er hetjan þín? Foreldrarnir mínir (maður fattar þetta þegar maður verður eldri).
 • Hvað varstu gamall þegar ákvaðst að verða tannlæknir? Tvítugur.
 • Hvað gerir þig stressaðan? Þegar of mikið er að gera.
 • Hvaða celeb myndirðu helst vilja fá þer drykk með? Dave Grohl.
 • Hvaða emoji lysir þer best? 😉
Scroll to Top