fbpx

Fallegri tennur og betra bros

Fallegar tennur auka sjálfstraust og fallegt bros getur haft heilmikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Vegna þessa skiptir útlit tanna flesta afar miklu máli. Vilhelm Grétar Ólafsson leiðir teymi Hlýju á sviði fegrunartannlækninga.

Hægt er að gera tennur fallegri með margvíslegum hætti

Fallegar tennur auka sjálfstraust og fallegt bros getur haft heilmikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Vegna þessa skiptir útlit tanna flesta afar miklu máli.

Markmið fegrunartannlækninga er að bæta útlit tanna og við bjóðum upp á ýmsar meðferðir sem hjálpa til við að fegra brosið.

Vilhelm hefur sérmenntun í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði og teymi okkar sinnir útlits- og fegrunartannlækningum fyrir fólk á öllum aldri.

Hægt er að bæta útlit tanna á margvíslegan hátt. Sem dæmi má nefna:

  • Hvíttun eða lýsing tanna
  • Lokun frekjuskarðs og bila á milli tanna
  • Hvítar plastfyllingar í stað litaðra fyllinga
  • Lenging eða stytting tanna
  • Jöfnun tannholdslínu
  • Plastfyllingar á litaðar framtennur
  • Skakkar tennur réttar við
  • Postulínskrónur til að breyta útliti tanna
  • Og margt fleira
Scroll to Top