Fallegar tennur auka sjálfstraust og fallegt bros getur haft heilmikil áhrif á sjálfsmynd fólks. Vegna þessa skiptir útlit tanna flesta afar miklu máli.
Markmið fegrunartannlækninga er að bæta útlit tanna og við bjóðum upp á ýmsar meðferðir sem hjálpa til við að fegra brosið.
Vilhelm hefur sérmenntun í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði og teymi okkar sinnir útlits- og fegrunartannlækningum fyrir fólk á öllum aldri.