fbpx

Um Hlýju

Við leggjum okkur fram við að heimsókn þín til tannlæknis verði sem ánægjulegust og að þér líði vel í stólnum. Það er fyrir öllu.

Hjá Hlýju starfa um 45 manns sem hafa það markmið að þjónusta þig á sem bestan hátt og leysa úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp. 

Víðtæk sérþekking fyrir þig og þína

Nafn stofunnar – Hlýja – er einkennandi fyrir þá þjónustu sem við stöndum fyrir og það andrúmsloft sem tekur á móti þér. Traust og gagnkvæm virðing er undirstaðan í okkar nálgun og við lofum hlýju og hreinskilni í samskiptum.

Við leggjum mikla áherslu á teymisvinnu, þar sem viðskiptavinir njóta hinnar víðtæku sérþekkingar sem býr á stofunni. Tannlæknum til halds og trausts er úrval tanntækna, sem sjá um að hlutirnir gangi hratt og vel fyrir sig, til að upplifun viðskiptavina verði sem ánægjulegust.

Saga Hlýju hófst árið 1996 þegar Sigurður Rúnar Sæmundsson stofnaði barnatannlækningastofu í Einholti. Árið 2008 fluttist sú stofa í Glæsibæ. Frá 2015 hefur stofan stækkað hratt. Árið 2021 flutti stofan á 2. hæð í turninum í Glæsibæ og er nú ein sú allra stærsta á landinu, með starfstöðvar á tveimur stöðum, í Glæsibæ og Vestmannaeyjum.

Hjá Hlýju starfa á annan tug tannlækna, þar á meðal sérfræðingar í barnatannlækningum, tannfyllingum, tannsjúkdómafræði og fleira.

Scroll to Top