VERIÐ VELKOMIN

Tannlækningar fyrir alla aldurshópa

Tannlæknastofan í Glæsibæ býður upp á tannlækningar fyrir alla aldurshópa. Okkar markmið er að gera tannlæknaheimsóknina að ánægjulegri upplifun fyrir alla sem að henni koma og leggjum við okkur fram um að viðskiptavinir okkar fái lausn sinna mála. Tanntæknar og aðstoðarfólk stofunnar er sérstaklega þjálfað til að sinna sem fjölbreyttustum hópi fólks, þar með talið börnum og einstaklingum með sérþarfir.

Sérfræðingar okkar

Auk almennra tannlækna starfa hjá okkur þrir sérfræðingar í barnatannlækningum, Eva Guðrún Sveinsdóttir, Sigurður Rúnar Sæmundsson og Magnús J. Kristinsson. Sérfræðingur í tannfyllingum og tannsjúkdómafræði – Vilhelm Grétar Ólafsson og tannholsfræðingur – Ægir Rafn Ingólfsson. Að auki státar stofan af uppeldismenntuðu aðstoðarfólki.

Tímapantanir

Við tökum á móti tímapöntunum alla virka daga í síma 561-3130 eða með tölvupósti á hlyja@hlyja.is

Aðgengi og bílastæði

Tannlæknastofan er staðsett á 4. hæð vesturhúss Glæsibæjar (stóri turninn). Næg bílastæði eru við bygginguna og gott aðgengi frá fjórum bílaplönum sem eru á mill gamla Glæsibæjar (austurhúss) og turnsins(vesturhúss).

+354 561 3130

hlyja@hlyja.is

Vesturhús Glæsibæ
Álfheimar 74
104 Reykjavík

Mán–Fim 8:00–16:00
Fös- 8:00 – 14:00