fbpx

Kolbrún Edda Haraldsdóttir

Tannlæknir
Glæsibær

Um mig

Kolbrún lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild Háskólans Íslands árið 2017. Hún hóf störf sem almennur tanlæknir á Tannlæknastofunni Glæsibæ í ágúst 2018.

Kolbrún hefur mikinn áhuga á útlitstannlækningum. Hún er Hafnfirðingur og hefur mjög gaman af því að teikna og mála myndir í fritíma sínum. Kolbrún tekur vel á móti öllum þeim sem til hennar leita.

  • Af hverju tannlækningar? Ég hef alltaf haft gaman af þvi að vinna í höndunum, teikna, mála, sauma og þess háttar. Þegar eg var 10 ára fór ég til tannlæknis (konu) sem var svo mjúkhent, barngóð og talaði við mig en ekki mömmu. Ég heillaðist alveg og fannst alltaf rosa gaman að fara til tannlæknis. Þetta starf er góð blanda mannlegra samskipta og handavinnu.
  • Ég held með: FH.
  • Helstu áhugamál utan vinnu: Teikna, mála, hlusta á tónlist/fara á tónleika, sauma, lesa góða bók, fara í fjallgöngur, klifra og ferðast með fjölskyldunni.
  • Hvað er það skemmtilegasta við að vera tannlæknir? Allt við þetta starf er skemmtilegt, en til að nefna eitthvað þa finnst mer alltaf skemmtilegt að hjálpa fólki að vilja brosa sem vildi það ekki aður útaf útliti tanna, losa fólk við verki og gera fallega tönn/fyllingu.
  • Uppáhalds hljómsveit: Slipknot er alveg nr 1 siðan koma System of a down, Metallica og Nonpoint sterkir inn.
  • Ef ekki tannlæknir, þá hvað? Ég væri eflaust að vinna við eitthvað í höndunum eins og skartgripagerð, listmálun eða eitthvað allt annað.
  • Te eða kaffi? Kaffi.
Scroll to Top